Hjólaferð um helstu kennileiti Berlínar
Vinsamlegast athugið að lágmarksþátttaka er 4 per ferð. Ef ekki fæst nægileg þátttaka í ferð látum við vita með 24 klst fyrirvara og bjóðum að færa sig í aðra ferð eða endurgreiðslu.
Ýmislegt
Hvað er innifalið
Gott að vita
Helstu kennileiti ferðarinnar
Ferðin hefst
Ferðin hefst við verslun okkar/hjólaleigu á Alexanderplatz sem er staðsett rétt undir við stóra sjónvarpsturninn (Fernsehturm).
Þið finnið okkar við norð-austurhluta turnsins milli Alex Café og aðalinngangar turnsins nánar á Panoramastrasse 1A. 10178 Berlin.
Algengar spurningar
Spurningar um hjólin okkar/hjólreiðar í Berlín
Er þessi hjólatúr ætlaður börnum líka?
Já, okkar ferðir eru tilvaldar fyrir alla fjölskylduna og bjóðum upp á sérstök barnahjól og hjálma af öllum stærðum svo öllum líði vel á hjólinu sínu.
Hvað ef ég hef ekki hjólað síðan?
Engar áhyggjur svo auðvelt er það “it’s just like riding a bike” en ykkur er velkomið að koma fyrr við í búðinni okkar áður en ferðin hefst og taka smá prufukeyrslu áður, ekkert mál.
Þarf ég að taka hjólin aukalega frá?
Nei, þú mætir bara á svæðið og við sæjum um rest.
Almennar spurningar
Hvar hefst ferðin?
Ferðin hefst í verslun okkar/hjólaleigu á Alexanderplatz sem er staðsett rétt undir við stóra sjónvarpsturninn (Fernsehturm)
Þið finnið okkar við norð-austurhluta turnsins milli Alex Café og aðalinngangar turnsins nánar á Panoramastrasse 1A.
10178 Berlin.
Er hádeigisverðarstopp í þessari ferð?
Nei, þetta er um rúmlega 3ja klst ferð og ekki gert ráð fyrir neinum hléum sérstaklega nema þar sem túrinn stoppar í sögulegu samhengi. Mælum með að fólk næri sig áður ef það er ekki viss.
Er nauðsynlegt að bóka ferð fyrirfram?
Nei það er ekki nauðsynlegt en við mælum eindregið með því að bóka pláss í ferðina til þess að vera viss um að þið eigið öruggt sæti sem og gerir allt skipulag af okkar hálfu auðveldar. En annars er bara að koma við og sjá hvort það sé laust í ferð samdægurs.
Förum við inní söfnin og skoðum nánar?
Nei, það er því miður ekki hægt af tvennum ástæðum. Sú fyrri er sú að það það eru aðrir leiðsögmenn sem mega einungis leiða hóp af fólki um söfn almennt. Hin er sú að margir hefðu bara áhuga að stoppa stutt við meðan aðrir myndu vilja eyða 3.klst þar.
Tip; Við mælum með því þá t.d eftir að ferð lýkur að leigja hjólin okkar áfram á afslætti og við í búðinni eða leiðsögumaðurinn okkar sýnir þér nákvæmlega hvernig þú kemst hjólandi til þeirra safna sem þig langaði að skoða nánar.
Hvað ef rignir?
Almenna reglan er sú að ferðin er farin þótt það rigni bara eins og gengur og gerist (nema að spáin sé sérstaklega slæm). Við bjóðum uppá regnfatnað (Poncho) til sölu sem við mælum með og ef ekki er notaður kaupum af þér tilbaka.
Hvað þarf ég að koma með?
Bara að sjá til þess að vera klædd/ur í viðeigandi fatnað miðað við árstíma svo ykkur líði vel. Það eru fjórar árstíðir í Berlín og vor/sumur eru oft heit og þægileg en að vetur oft að sama skapi kaldir og rakir.
Hver er afbókunar fyrirvarinn?
Afbókunar fyrirvarinn er 24 klst fyrir áætlaða brottför/ferð til að fá endurgreitt að fullu eða færa sig í aðra ferð.
Aðrar spurningar
Get ég geymt farangurinn minn hjá ykkur?
Já, alveg sjálfsagt að geyma farangurinn meðan á ferðinni stendur.